Erlent

Sjö þúsund kjúklingar stöðvuðu umferð á austurrískri hraðbraut

Atli Ísleifsson skrifar
Kjúklingarnir voru um sjö þúsund talsins.
Kjúklingarnir voru um sjö þúsund talsins. Vísir/AFP
Miklar umferðartafir mynduðust á austurrískri hraðbraut í morgun eftir að búr með um sjö þúsund kjúklingum féllu af flutningabíl.

Björgunarliði beið þá það verkefni að safna saman um sjö þúsund kjúklingum, sem ýmist voru lífs eða liðnir, af A1 hraðbrautinni nálægt borginni Linz í norðurhluta landsins.

Lögregla segir að búrin hafi dreifst um 160 metra kafla á veginum þar sem þúsundir kjúklinga hlupu um á báðum vegarhelmingum.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×