Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 11:30 Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Myndin er úr safni. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“ Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“
Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55