Erlent

Tugir látnir í miklum flóðum í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Vatnyfirborð í rúmlega sextíu fljótum í Kína hefur farið yfir skilgreind hættumörk.
Vatnyfirborð í rúmlega sextíu fljótum í Kína hefur farið yfir skilgreind hættumörk. Vísir/EPA
33 manns hið minnsta eru látnir og fimmtán er saknað eftir mikil flóð í héruðunum Hunan, Hubei, Anhui, Sichuan og Guizhou. Hundruð þúsunda hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna gríðarlegs úrhellis síðustu daga og hættu á frekari flóðum.

Vatnyfirborð í rúmlega sextíu fljótum hefur farið yfir skilgreind hættumörk og hafa þúsundir hektara ræktarlands farið undir vatn.

Ástandið er einna verst í Hunan-héraði þaðan sem fréttir bárust um helgina um að fimm hafi farist í aurskriðum og fjögurra sé enn saknað. Rúmlega 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín og á sjöunda þúsund heimila eyðilagst.

Í Guangxi hafa sextán manns hið minnsta farist og fjölmargra er saknað. Sex hundruð hús hafa eyðilagst og 90 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×