Erlent

Tíu létust í sprengingu í fataverksmiðju í Bangladesh

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eyðilegging á vettvangi sprengingarinnar í útjaðri Dhaka, höfuðborgar Bangladesh, er mikil.
Eyðilegging á vettvangi sprengingarinnar í útjaðri Dhaka, höfuðborgar Bangladesh, er mikil. Vísir/afp
Miðstöðvarketill sprakk í fataverksmiðju í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í gær. Tíu létust í sprengingunni og tugir særðust, sagði í tilkynningu frá eldvarnaryfirvöldum í dag. Reuters greinir frá.

Sprengingin varð í verksmiðju fyrirtækisins Multifabs Limited, sem stofnað var í Bangladesh, í útjaðri höfuðborgarinnar Dhaka. Fyrirtækið sér viðskiptavinum í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi fyrir vörum, þar á meðal breska smásalanum Littlewoods.

„Þetta var slys. Allt var í lagi,“ sagði Mahiuddin Faruqui, stjórnarformaður Multifabs Limited. Verksmiðjan var nýtekin aftur til starfa eftir tíu daga hlé vegna Eid-hátíðarinnar, bænahátíðar múslima í lok föstumánaðarins Ramadan.

Fataframleiðsla í Bangladesh er sú næstumfangsmesta í heiminum. Fjórar milljónir manna vinna í verksmiðjum á vegum fataiðnaðarins í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×