Féll 14 metra og fær 57 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 20:53 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir. Dómsmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir.
Dómsmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira