Féll 14 metra og fær 57 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 20:53 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir. Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir.
Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira