Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 18:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði nú síðdegis. Vísir/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira