Innlent

Ólafur þingflokksformaður Flokks fólksins

Ólafur Ísleifsson er nýr þingmaður og þingflokksformaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson er nýr þingmaður og þingflokksformaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson er nýr þingflokksformaður Flokks fólksins. Þetta var ákveðið á fundi flokksins síðdegis í gær og greint er frá í tilkynningu frá flokknum í dag. 

Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í kosningunum um helgina en formaður flokksins er Inga Sæland. Hún fundaði með forseta Íslands síðdegis í dag en kom þó til Bessastaða tveimur klukkustundum fyrr, í aftursæti bíls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Þau höfðu verið saman á fundi og útskýrði Sigmundur að svo stutt hefði verið í fund hans með forsetanum að ekki hefði gefist tími til að skutla Ingu til síns heima fyrir þann fund. Inga mætti svo á fund forsetans klukkan fjögur.

 


Tengdar fréttir

Hugsjónir Ingu sigruðu

Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar.

Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum

Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×