Enski boltinn

Neville: Unsworth á að fá starfið hjá Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Unsworth eftir tapið gegn Leicester í gær.
Unsworth eftir tapið gegn Leicester í gær. vísir/getty
Þó svo Phil Neville hafi sóst eftir því að fá stjórastarfið hjá Everton þá styður hann að Everton ráði David Unsworth í starfið.

Unsworth er bráðabirgðastjóri hjá liðinu og fær smá tíma til að sanna sig. Það hefur ekki byrjað vel hjá honum.

„Það fer í taugarnar á mér er fólk segir að hann hafi ekki næga reynslu. Hann hefur verið að taka réttu undirbúningsskrefin átt að stjórastarfinu með því að þjálfa U-23 ára liðið. Næsta skref er að taka aðalliðið,“ segir Neville.

„Hann hefur búið til marga spennandi leikmenn hjá liðinu sem nú eru komnir í aðalliðið. Enskir þjálfarar eru ekki að fá sanngjörn tækifæri í deildinni og ef Unsworth fengi hið minnsta að klára tímabilið þá væri það skref í rétta átt.“

Unsworth vill eðlilega fá starfið og er sagður vera vinsæll hjá leikmönnum félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×