Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:00 Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59