Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 11:00 Kvenborgararnir eru meðal annars úr smiðju Sóleyjar Tómasdóttur, Sölku Sólar Eyfeld og Bylgju Babýlons. Vísir/Samsett Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017 Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017
Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30