Erlent

Fá leyfi til að áfram varðveita lík indversks gúrú í frysti

Tveir átrúendur gúrúsins Ashutosh Maharaj fyrir framan vegg með myndum af honum.
Tveir átrúendur gúrúsins Ashutosh Maharaj fyrir framan vegg með myndum af honum. Vísir/AFP
Dómstóll í Indlandi hefur veitt fylgjendum gúrús að nafni Ashutosh Maharaj, leyfi til að varðveita lík hans áfram í frysti, en trúarleiðtoginn dó árið 2014.

Átrúendur hans eru á því að hann sé nefnilega ekki dáinn, heldur aðeins í mjög djúpri hugleiðslu, og að einn góðan veðurdag muni hann snúa til baka.

Líkið hefur verið geymt í frystiklefa í musteri gúrúsins allt frá því hann dó en sonur hans hefur barist fyrir því að fá að brenna líkið, líkt og er hindúa siður.

Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að fylgjendur gúrúsins skuli fá að frysta hann áfram, en óljóst er hvort dómarinn hafi verið sammála þeirri trú þeirra að leiðtoginn sé enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×