Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Magnús Guðmundsson skrifa 6. júlí 2017 06:00 Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Vísir/EPA Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira