Söngskólinn í Reykjavík blankur og selur Snorrabraut 54 til hótelrekenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Stór lóð með möguleikum á meira byggingarmagni fylgir gamla Osta- og smjörsöluhúsinu sem nú er enn stefnt í nýtt hlutverk. vísir/Ernir „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira