Söngskólinn í Reykjavík blankur og selur Snorrabraut 54 til hótelrekenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Stór lóð með möguleikum á meira byggingarmagni fylgir gamla Osta- og smjörsöluhúsinu sem nú er enn stefnt í nýtt hlutverk. vísir/Ernir „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira