Söngskólinn í Reykjavík blankur og selur Snorrabraut 54 til hótelrekenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Stór lóð með möguleikum á meira byggingarmagni fylgir gamla Osta- og smjörsöluhúsinu sem nú er enn stefnt í nýtt hlutverk. vísir/Ernir „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira