Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður. Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45