City þurfti vítakeppni til að sigra Leicester Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2017 22:30 Leikmenn City fagna. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira