Hinir grunuðu í einangrun til föstudags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:45 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna.
Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00