Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 08:00 Stóru bomburnar eru nú samsettar til að fylgja kröfum nýrra reglna um flugeldasölu sem tóku gildi hér á landi um síðustu áramót. vísir/Vilhelm „Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30
Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00