Innlent

Spjaldtölvuvæðing á Þórshöfn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. vísir/pjetur
Nemendur 5. til 10. bekkjar og allir kennarar í Grunnskólanum á Þórshöfn fá spjaldtölvur frá Langanesbyggð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Langanesbyggðar.

„Einnig verði unnið að fræðslu kennara í möguleikum er varða tölvur, forrit, fjarvinnu og annað sem spjaldtölvunotkun tilheyrir,“ segir í tillögunni sem samþykkt var. Bæta á fjórum milljónum króna við fjárhagsáætlun grunnskólans fyrir næsta ár vegna þessa. „Formleg innleiðing skal hefjast svo fljótt sem verða má, en ekki síðar en haustið 2018.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×