Séra Flóki flæktur í vafasaman jólasveinavef Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 15:23 Karen vill ekki tjá sig um málið en ef Flóki segir satt þá var hún hreinlega að skálda við hann viðtal árið 2005. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær. Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær.
Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00