Þau urðu fyrir því að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa, á bílastæði við hótel þeirra nóttina fyrir brottför. Þjófurinn hafði á brott ljósmyndabúnaðinn og margar ljósmyndir úr Evrópuferð þeirra.
Málið var tilkynnt til lögreglunnar sem fékk ábendingu um hugsanlegan geranda. Lögreglan hafði upp á þeim einstaklingi sem skilaði þýfinu heilu. Brandon flaug til Íslands í morgun til að sækja muni sína og fer af landinu samdægurs.
Lögreglan á Suðurnesjum minnir eigendur bíla á að læsa þeim.