Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 09:37 Bjarni Benediktsson sagði að framlög til heilbrigðismála yrðu aukin um 21 milljarð króna. Vísir/Ernir Gert er ráð fyrir að afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði 35 milljarðar króna árið 2018, eða nálægt 1,3% af vergri landsframleiðslu. Þetta kom fram á fréttamannafundi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í fjármálaráðuneytinu í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða aukningu frá fjárlögum ársins 2017, þegar fjárlög voru samþykkt með 24,7 milljarða króna afgangi. Afgangur á frumjöfnuði verður áfram mikill og nemur um 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári.Sjá einnig: Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi í dag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að í frumvarpinu endurspeglist fyrstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar, sem miði að því að samfélagið allt njóti góðs af yfirstandandi hagvaxtarskeiði og treysti til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Brugðist sé við ákalli um að fjármagna betur mikilvæga samfélagsþjónustu og innviði en um leið sé tryggt að góð afkoma ríkisfjármálanna endurspegli ábyrgð og festu. Áfram verði dregið úr skuldum ríkissjóðs.Fjármálaráðuneytið21 milljarða aukning framlaga til heilbrigðismála „Aukið er við framlög til heilbrigðismála,meðal annars með innspýtingu í heilsugæsluna, með auknum niðurgreiðslum á tannlæknakostnaði aldraðra og örorkulífeyrisþega og með auknum framlögum til lyfjakaupa. Einnig er sjúkrahússþjónusta á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni styrkt, bæði til rekstrar og tækjakaupa, og sérstakt framlag er veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota utan höfuðborgarsvæðisins. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 ma.kr. frá árinu 2017, í 10,5 ma.kr. úr 9,6 ma.kr. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr. Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Þar má nefna 450 milljón króna framlag til máltækniverkefnis og þá eru framlög til framhaldsskóla aukin um 400 milljónir króna og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Er þetta liður í að auka gæði náms á þessum skólastigum og er markmiðið að hækka framlög á hvern ársnemenda háskólanna þar til þau verða orðin sambærileg við OECD ríkin árið 2020 og síðan við Norðurlöndin árið 2025. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. Veruleg aukning er til ýmissa verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, samtals 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála eða 1,7 milljarðar króna til að vinna upp málahalla úrskurðarnefndar, byggja upp innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, til átaksverkefnis um friðlýsingar og til að stofna loftslagsráð. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Að auki er gert ráð fyrir fjárheimildum til að standa vörð um hagsmuni Íslands vegna útgöngu Breta úr ESB og til að greiða sérfræðiaðstoð fyrir þingflokka, í samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að efla Alþingi.Sanngjarnari skattheimta og áfram dregið úr álögum Á kjörtímabilinu stefnir ríkisstjórnin að því að halda áfram að draga úr álögum, gera skattheimtu sanngjarnari og tryggja skilvirkt skatteftirlit. Áhersla verður lögð á lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi á kjörtímabilinu og forgangsmál er að lækka tryggingagjald. Hvort tveggja er háð framvindu á vinnumarkaði og tekjuskattslækkun tekur að auki mið af öðrum aðstæðum í hagkerfinu.FjármálaráðuneytiðHelstu skattbreytingar á árinu 2018 sem fram koma í frumvarpi um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps:Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 20% í 22% en í framhaldi verður skattstofninn endurskoðaður. Markmiðið er að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna.Undanþága umhverfisvænni bifreiða, s.s. rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, frá virðisaukaskatti verður framlengd en unnið er að heildarúttekt á skattlagningu ökutækja og eldsneytis.Kolefnisgjald verður hækkað um 50% í stað 100% eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 en mun hækka á næstu árum í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fallið er frá fyrri áformum um tekjuöflun samhliða jöfnun olíugjalds við bensíngjald og hægt verður á afnámi ívilnunar vörugjalds af bílaleigubílum.Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og skattlagning höfundarréttargreiðslna.Efnahagsmál, skuldamál, vinnumarkaðurÞrátt fyrir að ýmis teikn séu um að Ísland hafi náð toppi efnahagssveiflunnar eru horfur áfram óvenju góðar samkvæmt hagspám. Miklar efnahagslegar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum samhliða því að tekist hefur að rétta við fjármál hins opinbera og koma þeim á traustari grunn. Viðfangsefnið framundan er að varðveita þennan árangur og framlengja hann með samstilltri hagstjórn peningamála, opinberra fjármála og vinnumarkaðarins sem stuðlar að hóflegum hagvexti og stöðugleika. Staða efnahagsmála og fjármál ríkisins eru allrar athygli verð í alþjóðlegum samanburði, enda hafa þau leitt til batnandi lánshæfismats ríkisins síðustu misseri.Hröð lækkun skulda Góður árangur hefur náðst við að lækka skuldir ríkissjóðs frá því þær náðu hámarki árið 2012, en þá námu þær 1.500 milljörðum króna. Á síðustu þremur árum hafa skuldirnar lækkað um það bil um 400 milljarða, þar af um 200 á árinu 2017, sem lækkar vaxtakostnað á komandi árum um 9 milljarða króna. Vaxtagreiðslur eru þó áfram mjög þungur liður í útgjöldum ríkissjóðs og gert er ráð fyrir að þær verði 58 ma.kr. árið 2018, en að auki eru reiknaðir vextir vegna lífeyrisskuldbindinga 14 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á næsta ári og að hlutfall brúttóskulda af VLF verði 31,7% í lok ársins. Það svarar til tæplega 27% af VLF miðað við skuldareglu laga um opinber fjármál. Eftir mikla skuldalækkun á yfirstandandi ári halda skuldir áfram að lækka á árinu 2018 eða um 50 ma.kr.FjármálaráðuneytiðKaupmáttur varinn og sótt fram Á undanförnum árum hefur kaupmáttur á Íslandi aukist mun meira en í nokkru öðru OECD-ríki. Ríkisstjórnin hefur í fyrirrúmi að verja þennan góða árangur og sækja enn frekar fram. Sátt á vinnumarkaði er nauðsynleg forsenda þess að stuðla að stöðugu verðlagi og jafnvægi og skapa þannig efnahagsleg skilyrði til lægra vaxtastigs og bættra lífskjara. Breytt umgjörð kjarasamninga mun ráða miklu um hvort mögulegt reynist að viðhalda bættum lífskjörum til langframa. Ríkisstjórnin leggur því mikla áherslu á að fá aðila vinnumarkaðarins til samstarfs um framtíðarskipulag kjaraviðræðna,“ segir í tilkynningunni en nánar má lesa um frumvarpið á vef ráðuneytisins. Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Gert er ráð fyrir að afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði 35 milljarðar króna árið 2018, eða nálægt 1,3% af vergri landsframleiðslu. Þetta kom fram á fréttamannafundi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í fjármálaráðuneytinu í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða aukningu frá fjárlögum ársins 2017, þegar fjárlög voru samþykkt með 24,7 milljarða króna afgangi. Afgangur á frumjöfnuði verður áfram mikill og nemur um 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári.Sjá einnig: Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi í dag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að í frumvarpinu endurspeglist fyrstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar, sem miði að því að samfélagið allt njóti góðs af yfirstandandi hagvaxtarskeiði og treysti til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Brugðist sé við ákalli um að fjármagna betur mikilvæga samfélagsþjónustu og innviði en um leið sé tryggt að góð afkoma ríkisfjármálanna endurspegli ábyrgð og festu. Áfram verði dregið úr skuldum ríkissjóðs.Fjármálaráðuneytið21 milljarða aukning framlaga til heilbrigðismála „Aukið er við framlög til heilbrigðismála,meðal annars með innspýtingu í heilsugæsluna, með auknum niðurgreiðslum á tannlæknakostnaði aldraðra og örorkulífeyrisþega og með auknum framlögum til lyfjakaupa. Einnig er sjúkrahússþjónusta á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni styrkt, bæði til rekstrar og tækjakaupa, og sérstakt framlag er veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota utan höfuðborgarsvæðisins. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 ma.kr. frá árinu 2017, í 10,5 ma.kr. úr 9,6 ma.kr. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr. Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Þar má nefna 450 milljón króna framlag til máltækniverkefnis og þá eru framlög til framhaldsskóla aukin um 400 milljónir króna og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Er þetta liður í að auka gæði náms á þessum skólastigum og er markmiðið að hækka framlög á hvern ársnemenda háskólanna þar til þau verða orðin sambærileg við OECD ríkin árið 2020 og síðan við Norðurlöndin árið 2025. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. Veruleg aukning er til ýmissa verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, samtals 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála eða 1,7 milljarðar króna til að vinna upp málahalla úrskurðarnefndar, byggja upp innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, til átaksverkefnis um friðlýsingar og til að stofna loftslagsráð. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Að auki er gert ráð fyrir fjárheimildum til að standa vörð um hagsmuni Íslands vegna útgöngu Breta úr ESB og til að greiða sérfræðiaðstoð fyrir þingflokka, í samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að efla Alþingi.Sanngjarnari skattheimta og áfram dregið úr álögum Á kjörtímabilinu stefnir ríkisstjórnin að því að halda áfram að draga úr álögum, gera skattheimtu sanngjarnari og tryggja skilvirkt skatteftirlit. Áhersla verður lögð á lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi á kjörtímabilinu og forgangsmál er að lækka tryggingagjald. Hvort tveggja er háð framvindu á vinnumarkaði og tekjuskattslækkun tekur að auki mið af öðrum aðstæðum í hagkerfinu.FjármálaráðuneytiðHelstu skattbreytingar á árinu 2018 sem fram koma í frumvarpi um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps:Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 20% í 22% en í framhaldi verður skattstofninn endurskoðaður. Markmiðið er að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna.Undanþága umhverfisvænni bifreiða, s.s. rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, frá virðisaukaskatti verður framlengd en unnið er að heildarúttekt á skattlagningu ökutækja og eldsneytis.Kolefnisgjald verður hækkað um 50% í stað 100% eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 en mun hækka á næstu árum í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fallið er frá fyrri áformum um tekjuöflun samhliða jöfnun olíugjalds við bensíngjald og hægt verður á afnámi ívilnunar vörugjalds af bílaleigubílum.Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og skattlagning höfundarréttargreiðslna.Efnahagsmál, skuldamál, vinnumarkaðurÞrátt fyrir að ýmis teikn séu um að Ísland hafi náð toppi efnahagssveiflunnar eru horfur áfram óvenju góðar samkvæmt hagspám. Miklar efnahagslegar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum samhliða því að tekist hefur að rétta við fjármál hins opinbera og koma þeim á traustari grunn. Viðfangsefnið framundan er að varðveita þennan árangur og framlengja hann með samstilltri hagstjórn peningamála, opinberra fjármála og vinnumarkaðarins sem stuðlar að hóflegum hagvexti og stöðugleika. Staða efnahagsmála og fjármál ríkisins eru allrar athygli verð í alþjóðlegum samanburði, enda hafa þau leitt til batnandi lánshæfismats ríkisins síðustu misseri.Hröð lækkun skulda Góður árangur hefur náðst við að lækka skuldir ríkissjóðs frá því þær náðu hámarki árið 2012, en þá námu þær 1.500 milljörðum króna. Á síðustu þremur árum hafa skuldirnar lækkað um það bil um 400 milljarða, þar af um 200 á árinu 2017, sem lækkar vaxtakostnað á komandi árum um 9 milljarða króna. Vaxtagreiðslur eru þó áfram mjög þungur liður í útgjöldum ríkissjóðs og gert er ráð fyrir að þær verði 58 ma.kr. árið 2018, en að auki eru reiknaðir vextir vegna lífeyrisskuldbindinga 14 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á næsta ári og að hlutfall brúttóskulda af VLF verði 31,7% í lok ársins. Það svarar til tæplega 27% af VLF miðað við skuldareglu laga um opinber fjármál. Eftir mikla skuldalækkun á yfirstandandi ári halda skuldir áfram að lækka á árinu 2018 eða um 50 ma.kr.FjármálaráðuneytiðKaupmáttur varinn og sótt fram Á undanförnum árum hefur kaupmáttur á Íslandi aukist mun meira en í nokkru öðru OECD-ríki. Ríkisstjórnin hefur í fyrirrúmi að verja þennan góða árangur og sækja enn frekar fram. Sátt á vinnumarkaði er nauðsynleg forsenda þess að stuðla að stöðugu verðlagi og jafnvægi og skapa þannig efnahagsleg skilyrði til lægra vaxtastigs og bættra lífskjara. Breytt umgjörð kjarasamninga mun ráða miklu um hvort mögulegt reynist að viðhalda bættum lífskjörum til langframa. Ríkisstjórnin leggur því mikla áherslu á að fá aðila vinnumarkaðarins til samstarfs um framtíðarskipulag kjaraviðræðna,“ segir í tilkynningunni en nánar má lesa um frumvarpið á vef ráðuneytisins.
Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24