Donnarumma hágrét eftir leik út af stuðningsmönnum sem vilja losna við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 09:30 Gennaro Gattuso reynir að hugga Gianluigi Donnarumma. vísir/getty Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga. Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga.
Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira