Erlent

Mannaðar geimferðir til Mars orðnar að opinberu markmiði NASA

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump skrifaði undir lögin í dag.
Donald Trump skrifaði undir lögin í dag. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir lög sem setja NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, nýtt markmið. Að senda mönnuð geimför til Mars er nú orðið eitt af meginverkefnum stofnunarinnar. AP greinir frá.

Í lögunum felst einnig að NASA fær 19,5 milljarða fjárframlög á þessu ári, auk þess sem að rekstur Alþjóðageimstöðvarinnar er tryggður til að minnsta kosti ársins 2024. Þá er gert ráð fyrir að NASA muni í auknum mæli nýta sér þjónustu einkafyrirtækja til þess að koma birgðum til geimstöðvarinnar, sem og stunda aðrar rannsóknir.

Trump skrifaði undir lögin í viðurvist Ted Cruz, öldungardeildarþingmanns og fjölda geimfara sem klöppuðu vel og innilega þegar Trump var búinn að skrifa undir.

„Ég er hæstánægður með að skrifa undir þetta frumvarp. Það er langt síðan slíkt frumvarp orðið að lögum. Þetta styrkir skuldbindingu okkar við grunnmarkmið NASA, könnun geimsins, geimvísindi og tækni,“ sagði Trump við undirskriftina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×