Handbolti

Einar Andri: Liðið gerði ekki nóg til að hjálpa Aroni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einr Andri Einarsson.
Einr Andri Einarsson.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki hrifinn af því sem hann sá í leik íslenska handboltalandsliðsins í Makedóníu í gær.

„Heilt yfir voru þættir í öllum hlutum leiksins sem voru ekki í lagi. Eins og markvarslan. Vörnin í byrjun var mjög passíf og við leyfðum skyttunum að koma á fleygiferð og setja skot yfir okkur. Vörnin var því ekki að hjálpa markvörðunum,“ segir Einar Andri.

„Geir tekur síðan leikhlé, lætur menn aðeins heyra það og þeir fara aðeins upp á tærnar í kjölfarið. Heilt yfir var samt vörn og markvarsla ekki á sama stað og hún var á HM í janúar. Þetta lið vill stæra sig af því að vera varnarlið og verður að gera mikli betur þar.“

Strákarnir okkar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og komust yfir í leiknum. Svo hrundi leikur liðsins á ný.

„Manni fannst vanta lengri spilkafla. Menn voru fljótir að brjóta sig út. Það vantaði betra flæði í það sem liðið var að gera. Við vorum ekki að gera nóg í að hjálpa Aroni að komast í stöðuna einn á einn þar sem hann er hættulegur. Samsetningin í byrjun með Óla, Aron og Rúnar fannst mér ekki nógu góð. Við þurfum kannski að skoða að vera með léttari línu með Aroni.“

Íslenska liðið verður að vinna alla þá þrjá leiki sem það á eftir í riðlinum til þess að eygja von um sæti á EM.

„Liðið er komið í frekar slæm mál. Nú er hver leikur úrslitaleikur og liðið verður að finna út hvað það var sem var ekki nógu gott. Menn þétti raðirnar því það býr helling í þessum strákum og þeir eiga að geta sótt sigur á sunnudaginn gegn Makedóníu.“

Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×