Herra Hnetusmjör og Birnir með hrikalega gott freestyle Tinni Sveinsson skrifar 5. maí 2017 15:45 Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis. Kronik Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis.
Kronik Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira