Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:59 Að sögn Kristjáns B. starfar Kristín Helga formaður Rithöfundasambandsins og hennar fólk að baki læstum dyrum með öryggishnapp sér til halds og trausts. Eiríkur Örn vill fá að vita hver á vegum sambandsins sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira