Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla funduðu í hádeginu í gær um fyrirhugaða sameiningu. Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á fundinn. Kennarar ætla að hittast aftur í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu. vísir/ernir „Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira