Stúlka stungin af og skilin ein eftir á mannlausu hóteli Anton Egilsson skrifar 20. apríl 2017 22:19 Dóttir Berglindar Elíasdóttur var skilin ein eftir á hóteli í Varmahlíð. Vísir/Aðsent/Ernir Sextán ára unglingsstúlka sem var farþegi í strætó sem varð veðurtepptur í Varmahlíð yfir nótt vegna ófærðar var skilin þar ein eftir. Fékk hún þau fyrirheit að verða skutlað til Akureyrar morguninn eftir en ekkert varð af því þar sem strætóinn var á bak og burt. Stúlkan var á leið frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöldi en í Varmahlíð komst strætóinn ekki lengra vegna ófærðar. Var ákveðið að stúlkan og strætóbílstjórinn, sem voru tvö eftir í strætónum, myndu gista á hóteli í Varmahlíð yfir nótt. Hafi þau skipst á símanúmerum fyrir svefninn og sagðist strætóbílstjórinn ætla að hafa samband við hana áður en lagt yrði af stað um morguninn. Stúlkan hitti bílstjórann svo fyrir í morgunmatnum á hótelinu morguninn eftir en síðan ekki söguna meir að sögn móður hennar.Skilin eftir í tvígangSkömmu fyrir hádegi fékk stúlkan svo símtal sem hún hélt að væri frá strætóbílstjóranum en það reyndist vera frá stjórnstöð Strætó. Í símtalinu var henni tjáð að strætóinn sem átti að skutla henni til Akureyrar væri nú lagður af stað til Reykjavíkur og hún spurð hvort það væri ekki í lagi að hún færi bara með næsta vagni norður. Raunin varð hins vegar sú að þegar næsti strætó norður var mættur í Varmahlíð var hún ekki látin vita af því. Fór vagninn því áleiðis til Akureyrar án hennar. Stóð hún í þeirri trú að hún yrði látin vita þegar vagninn væri kominn.Ekkert haft samband við móðurina„Þetta er vítavert á svo margan hátt,” segir Berglind Elíasdóttir, móðir stúlkunnar, í samtali við Vísi en hún er afskaplega ósátt við vinnubrögð Strætó. Telur hún að ákvörðunin um að senda fyrri vagninn aftur til Reykjavíkur hafi verið tekin af öðrum starfsmönnum Strætó en strætóbílstjóranum. Henni finnst með ólíkindum að ekki hafi verið haft samband við sig og henni greint frá stöðu mála enda dóttir hennar enn ólögráða og hún því forráðamaður barnsins. Hún hafi þurft að hafa samband við Strætó að fyrra bragði og að þeir starfsmenn sem hún ræddi við hafi ekki verið af neinum vilja gerðir til að hjálpa henni að koma dóttur hennar heim sem fyrst. Fékk hún einungis þau skilaboð að dóttir hennar yrði að dúsa á hótelinu þar til að næsti strætó kæmi en það væri klukkan ellefu um kvöldið, í kvöld.Ein á mannlausu hóteliEftir ítrekaðar tilraunir gat Berglind ekki setið á sér lengur og lagði af stað til að sækja dóttur sína. Þegar hún mætti í Varmahlíð kom svo í ljós að stúlkan var ein á hótelinu. Hún segir að það verði að vera hægt að treysta aðilum sem þessum til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi með börnin manns. „Þegar ég kem og sæki hana þá kemst ég að því að hún er ein á hótelinu. Það er bara mannlaust, þannig að barnið mitt er bara yfirgefin af starfsmönnum Strætó og starfsmönnum hótelsins alein. Þetta er náttúrulega bara fáranlegt,” segir Berglind.Jóhannes Rúnarsson.Farþegar beri eigin ábyrgðJóhannes Rúnarsson, framkvæmdarstjóri Strætó, sagðist í samtali við Vísi hafa heyrt söguna öðruvísi. Samkvæmt hans skilningi hefði stúlkan hreinlega misst af strætóferðinni norður á Akureyri. Hvort sem að viðskiptavinir séu ólögráða eða ekki beri þeir eigin ábyrgð á því að ná strætó á réttum tíma. „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar,” sagði Jóhannes og bætti við: „Strætó fylgir ákveðinni tímaáætlun og viðskiptavinir bera svo ábyrgð á því að vera mættir í vagninn á réttum tíma.” Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Sextán ára unglingsstúlka sem var farþegi í strætó sem varð veðurtepptur í Varmahlíð yfir nótt vegna ófærðar var skilin þar ein eftir. Fékk hún þau fyrirheit að verða skutlað til Akureyrar morguninn eftir en ekkert varð af því þar sem strætóinn var á bak og burt. Stúlkan var á leið frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöldi en í Varmahlíð komst strætóinn ekki lengra vegna ófærðar. Var ákveðið að stúlkan og strætóbílstjórinn, sem voru tvö eftir í strætónum, myndu gista á hóteli í Varmahlíð yfir nótt. Hafi þau skipst á símanúmerum fyrir svefninn og sagðist strætóbílstjórinn ætla að hafa samband við hana áður en lagt yrði af stað um morguninn. Stúlkan hitti bílstjórann svo fyrir í morgunmatnum á hótelinu morguninn eftir en síðan ekki söguna meir að sögn móður hennar.Skilin eftir í tvígangSkömmu fyrir hádegi fékk stúlkan svo símtal sem hún hélt að væri frá strætóbílstjóranum en það reyndist vera frá stjórnstöð Strætó. Í símtalinu var henni tjáð að strætóinn sem átti að skutla henni til Akureyrar væri nú lagður af stað til Reykjavíkur og hún spurð hvort það væri ekki í lagi að hún færi bara með næsta vagni norður. Raunin varð hins vegar sú að þegar næsti strætó norður var mættur í Varmahlíð var hún ekki látin vita af því. Fór vagninn því áleiðis til Akureyrar án hennar. Stóð hún í þeirri trú að hún yrði látin vita þegar vagninn væri kominn.Ekkert haft samband við móðurina„Þetta er vítavert á svo margan hátt,” segir Berglind Elíasdóttir, móðir stúlkunnar, í samtali við Vísi en hún er afskaplega ósátt við vinnubrögð Strætó. Telur hún að ákvörðunin um að senda fyrri vagninn aftur til Reykjavíkur hafi verið tekin af öðrum starfsmönnum Strætó en strætóbílstjóranum. Henni finnst með ólíkindum að ekki hafi verið haft samband við sig og henni greint frá stöðu mála enda dóttir hennar enn ólögráða og hún því forráðamaður barnsins. Hún hafi þurft að hafa samband við Strætó að fyrra bragði og að þeir starfsmenn sem hún ræddi við hafi ekki verið af neinum vilja gerðir til að hjálpa henni að koma dóttur hennar heim sem fyrst. Fékk hún einungis þau skilaboð að dóttir hennar yrði að dúsa á hótelinu þar til að næsti strætó kæmi en það væri klukkan ellefu um kvöldið, í kvöld.Ein á mannlausu hóteliEftir ítrekaðar tilraunir gat Berglind ekki setið á sér lengur og lagði af stað til að sækja dóttur sína. Þegar hún mætti í Varmahlíð kom svo í ljós að stúlkan var ein á hótelinu. Hún segir að það verði að vera hægt að treysta aðilum sem þessum til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi með börnin manns. „Þegar ég kem og sæki hana þá kemst ég að því að hún er ein á hótelinu. Það er bara mannlaust, þannig að barnið mitt er bara yfirgefin af starfsmönnum Strætó og starfsmönnum hótelsins alein. Þetta er náttúrulega bara fáranlegt,” segir Berglind.Jóhannes Rúnarsson.Farþegar beri eigin ábyrgðJóhannes Rúnarsson, framkvæmdarstjóri Strætó, sagðist í samtali við Vísi hafa heyrt söguna öðruvísi. Samkvæmt hans skilningi hefði stúlkan hreinlega misst af strætóferðinni norður á Akureyri. Hvort sem að viðskiptavinir séu ólögráða eða ekki beri þeir eigin ábyrgð á því að ná strætó á réttum tíma. „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar,” sagði Jóhannes og bætti við: „Strætó fylgir ákveðinni tímaáætlun og viðskiptavinir bera svo ábyrgð á því að vera mættir í vagninn á réttum tíma.”
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira