Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06