Þökk fyrir Gylfa Logi Einarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar