Sýknaður af líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2017 23:36 Konan hlaut væga bólgu á enni og roða á húð og hálsi. Maðurinn sagði höfuð þeirra hafa skollið saman af slysni - þau hafi verið að togast á um fatnað hans, hann hefði beygt höfuð sitt eftir fötum með fyrrgreindum afleiðingum. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira