Formúla 1

Seldi sig dýrt í von um sæti á verðlaunapallinum | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hinn 21 árs gamli Pierre Gasly frá Frakklandi reyndi að selja sig dýrt í von um sæti á verðlaunapall í New York kappakstrinum í Formula E í dag en hann klessti í tvígang á vegg er hann reyndi að skjótast fram úr næstu mönnum á lokasprettinum.

Gasly keppti í stað Sébastien Buemi fyrir hönd e.dams Renault í kappakstriunm en Buemi sem er efstur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formula E þar sem allir keppendur aka um á rafmagnsbíl.

Sá franski var í fjórða sæti fyrir lokabeygjuna í kappakstrinum á eftir Nick Heidfeld og virtist hann vera ákveðinn í að ná sæti á verðlaunapalli en það kostaði hann á endanum fjórða sæti eftir að hafa keyrt inn í vegg.

Missti hann Lucas di Grassi fram úr sér á þessum lokakafla en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×