Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:00 Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26