Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 17:54 Margrét Pála Ólafsdóttir, forsvarsmaður Hjallastefnunnar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“ Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00