Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fljótastir á föstudegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2017 20:00 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingunni. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton setti brautartíma upp á 1:13.809 á últra-mjúkum dekkjum á æfingunni. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar fljótastur á æfingunni 0.198 sekúndum á eftir Hamilton. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Allir fjórir voru þeir á sömu hálfu sekúndunni. Ökumenn þurftu að glíma talsvert við bíla sína í upphafi enda brautin afar rykug. Raikkonen og Vettel ásamt Nico Hulkenberg snérust á æfingunni. Fernando Alonso var seinn af stað að setja tíma. Hann lenti svo í því að bíll hans bilaði. Glussaþrýstingur í bíl Spánverjans féll.Kimi Raikkonen var fljótastur á seinni æfingunni.Vísir/GettySeinni æfingin Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á annarri æfingunni. Hamilton varð annar þar og Vettel þriðji meðan Bottas var fjórði. Max Verstappen á Red Bull varð fimmti. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Menn voru mikið að snúa bílum sínum um alla braut. Það var eins og brautin væri ísilögð í fyrstu beygjunni þar sem næstum allir snéru öfugt á einhverjum tímapunkti. Bein útsending frá kanadíska kappakstrinum hefst klukkan 17:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 16:50 á morgun á Stöð 2 Sport 4.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton setti brautartíma upp á 1:13.809 á últra-mjúkum dekkjum á æfingunni. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar fljótastur á æfingunni 0.198 sekúndum á eftir Hamilton. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Allir fjórir voru þeir á sömu hálfu sekúndunni. Ökumenn þurftu að glíma talsvert við bíla sína í upphafi enda brautin afar rykug. Raikkonen og Vettel ásamt Nico Hulkenberg snérust á æfingunni. Fernando Alonso var seinn af stað að setja tíma. Hann lenti svo í því að bíll hans bilaði. Glussaþrýstingur í bíl Spánverjans féll.Kimi Raikkonen var fljótastur á seinni æfingunni.Vísir/GettySeinni æfingin Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á annarri æfingunni. Hamilton varð annar þar og Vettel þriðji meðan Bottas var fjórði. Max Verstappen á Red Bull varð fimmti. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Menn voru mikið að snúa bílum sínum um alla braut. Það var eins og brautin væri ísilögð í fyrstu beygjunni þar sem næstum allir snéru öfugt á einhverjum tímapunkti. Bein útsending frá kanadíska kappakstrinum hefst klukkan 17:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 16:50 á morgun á Stöð 2 Sport 4.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00