Jarðskjálftafræðingar í Kína segja að það bendi til þess að ríkið hafi gert aðra kjarnavopnatilraun en yfirvöld í Suður-Kóreu segja að mögulega hafi verið um náttúrulegan jarðskjálfta að ræða vegna þess að hljóðbylgjur sem fylgi kjarnorkutilraunum hafi ekki mælst. Auk þess sem skjálftinn var mun minni en þeir sem mælst hafa þegar um kjarnorkutilraun hefur verið að ræða.
Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september síðastliðinn og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til.
Slagsmál leikskólabarna
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Norður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna.