Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 20:08 Harvey Weinstein Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti því yfir á neyðarstjórnarfundi fyrirtækis hans, The Weinstein Company, að hann hefði áhyggjur af því eiga ekki afturkvæmt ef hann tæki sér leyfi frá störfum. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en umfjöllun The New York Times varð þess valdandi að Weinstein ákvað að taka sér leyfi frá störfum í óákveðinn tíma sem meðstjórnarformaður The Weinstein Company. Seint í gærkvöldi ákvað stjórn fyrirtækisins að boða til neyðarfundar, en Hollywood Reporter lýsir rafmögnuðu andrúmslofti á þessum fundi þar sem greina mátti öskur og rifrildi. Harvey Weinstein var viðstaddur fundinn en hann lýsti yfir þeim áhyggjum að hann ætti ekki afturkvæmt í fyrirtækið ef hann færi frá tímabundið og fór fram á tryggingu þess efnis að hann ætti stöðuna vísa í framtíðinni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að Harvey myndi stíga til hliðar og innanhúsrannsókn færi fram á málefnum tengdum honum. Í umfjöllun The New York Times birtust ásakanir frá leikkonunum Ashley Judd og Rose McGowan, sem og fyrrverandi aðstoðarkonum hans og starfsmönnum fyrirtækisins á hendur Harvey. Er hann sakaður um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni í þeirra garð. Harvey Weinstein hefur verið andlit fyrirtækisins á meðan bróðir hans, Bob Weinstein, hefur haldið sig utan sviðsljóssins. Er framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu en á stjórnarfundinum var borin upp sú tillaga að Bob Weinstein, meðstjórnarformaður og forstjórinn David Glasser myndu taka yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir að hafa yfirgefið Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með myndum á borð við Clerks, Pulp Fiction, Good Will Hunting, Shakespear in Love, The English Patient og Chicago. The Weinstein Company hefur einnig notið mikillar velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King´s Speech og The Artist. Greint var frá því í september árið 2015 að The Weinstein Company hefði keypt réttin að íslensku glæpaseríunni Ófærð. Varð serían sú fyrsta frá Íslandi sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti því yfir á neyðarstjórnarfundi fyrirtækis hans, The Weinstein Company, að hann hefði áhyggjur af því eiga ekki afturkvæmt ef hann tæki sér leyfi frá störfum. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en umfjöllun The New York Times varð þess valdandi að Weinstein ákvað að taka sér leyfi frá störfum í óákveðinn tíma sem meðstjórnarformaður The Weinstein Company. Seint í gærkvöldi ákvað stjórn fyrirtækisins að boða til neyðarfundar, en Hollywood Reporter lýsir rafmögnuðu andrúmslofti á þessum fundi þar sem greina mátti öskur og rifrildi. Harvey Weinstein var viðstaddur fundinn en hann lýsti yfir þeim áhyggjum að hann ætti ekki afturkvæmt í fyrirtækið ef hann færi frá tímabundið og fór fram á tryggingu þess efnis að hann ætti stöðuna vísa í framtíðinni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að Harvey myndi stíga til hliðar og innanhúsrannsókn færi fram á málefnum tengdum honum. Í umfjöllun The New York Times birtust ásakanir frá leikkonunum Ashley Judd og Rose McGowan, sem og fyrrverandi aðstoðarkonum hans og starfsmönnum fyrirtækisins á hendur Harvey. Er hann sakaður um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni í þeirra garð. Harvey Weinstein hefur verið andlit fyrirtækisins á meðan bróðir hans, Bob Weinstein, hefur haldið sig utan sviðsljóssins. Er framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu en á stjórnarfundinum var borin upp sú tillaga að Bob Weinstein, meðstjórnarformaður og forstjórinn David Glasser myndu taka yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir að hafa yfirgefið Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með myndum á borð við Clerks, Pulp Fiction, Good Will Hunting, Shakespear in Love, The English Patient og Chicago. The Weinstein Company hefur einnig notið mikillar velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King´s Speech og The Artist. Greint var frá því í september árið 2015 að The Weinstein Company hefði keypt réttin að íslensku glæpaseríunni Ófærð. Varð serían sú fyrsta frá Íslandi sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30