Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina á Grand hótel í Reykjavík.
Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins setur landsfundinn klukkan 17:00 í dag. Setningarræða Katrínar verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi.
Á morgun, laugardag, klukkan 14:00 verður kosinn nýr varaformaður Vinstri grænna en Björn Valur Gíslason varaformaður flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Tveir hafa lýst yfir framboði til varaformanns. Þeir eru Edward Hákon Huijbens, varabæjarfulltrúi á Akureyri og prófessor við Háskólann á Akureyri og Óli Halldórsson, formaður byggðarrráðs Norðurþings og framvæmdastjóri Þekkingaseturs Þingeyinga.
Á sunnudag klukkan 10:45 segir Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja frá stríðinu um fiskinn í Færeyjum. Pragna Pratel, formaður breskra grasrótarsamtaka ræðir áhrif Brexit á kynþátta og kynjajafnrétti í Bretlandi og Fabian Hamilton skuggaráðherra verkamannaflokksins í Bretlandi í friðarmálum ræðir möguleika á heimi án kjarnavopna.
Innlent
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir setur landsfund Vinstri grænna
Tengdar fréttir
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG
Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október.
Meirihluti vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn
Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn.
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi
VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn.