Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun sagði að þeir gætu átt yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sektir á dag vegna gjaldtökunnar.

Hann segir Umhverfisstofnun hafa fengið tilkynningu í morgun frá landverði um að búið væri að setja upp skilti við bílastæðið og hefja gjaldtöku. Ólafur segist ekki vita hvort að lögreglan sé þegar farin á staðinn en hann telji að lögreglan hafi ætlað að bregðast við í málinu.
Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við vinnslu fréttarinnar.