Fótbolti

10 þjóðir af 32 komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu í gær sem tryggði enska landsliðinu sæti á HM 2018.
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu í gær sem tryggði enska landsliðinu sæti á HM 2018. Vísir/Getty
Tíu þjóðir hafa tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar.

Evrópuþjóðirnar Þýskaland og England bættust í hópinn í gærkvöldi en svo mun fjölga verulega í hópnum næstu daga.

Íslenska landsliðið á enn möguleika á að vinna sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn en þarf þá helst að vinna Tyrkland úti í Tyrklandi í kvöld. Það gæti orðið mjög erfitt.

Íslenska liðið kemst beint inn á HM takist liðinu að vinna riðilinn en annað sætið gæti einnig gefið sæti í umspili þar sem átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti.

Fyrir utan gestgjafa Rússa þá voru Brasilíumenn fyrstir til að tryggja sér farseðilinn á HM en það gerðu þeir 28. mars síðastliðinn. Íran var númer tvö0 í júní og á lokadegi ágúst bættist Japan í hópinn.

Á fyrstu dögum september mánaðar fjölgaði um fjórar þjóðir en Belgía varð fyrsta Evrópuþjóðin til að vinna sér sæti á HM.



Landslið sem eru komin inn á HM 2018:

Gestgjafar (1 af 1): Rússland

Suður-Ameríka (1 af 4): Brasilía

Asía (4 af 4): Íran, Japan, Sádí-Arabía og Suður-Kórea

Afríka (0 af 5) : Enginn.

Norður- og Mið-Ameríka (1 af 3): Mexíkó

Evrópa (3 af 13): Belgía, England, Þýskaland

Það eru síðan 2 umspilssæti í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×