Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:47 Fjármál Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, eru undir kastljósi fjölmiðla nú í aðdraganda þingkosninga. Vísir/Ernir Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02