Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:47 Fjármál Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, eru undir kastljósi fjölmiðla nú í aðdraganda þingkosninga. Vísir/Ernir Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02