Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:47 Fjármál Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, eru undir kastljósi fjölmiðla nú í aðdraganda þingkosninga. Vísir/Ernir Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02