Stjörnuspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Ert að byggja svo sterkar undirstöður Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2017 09:00 Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira