Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu.
„Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp:
„Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“
Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.
Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017
Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf.
Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)
— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017
Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo:
„Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“