Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 18:57 Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent