Kaupsýslumaðurinn Ajay Khaitan er sagður í viðræðum við Kaupþing ehf. Um kaup á tískukeðjunum Oasis, Warehous og Coast. Greint var fyrst frá málinu hérlendis á vef Ríkisútvarpsins, sem vitnaði í frétt breska dagblaðsins The Sunday Times. Í frétt breska blaðsins kemur fram að Khaitan sé á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýsta menn.
Er fjárfestingarsjóður hans, Emirisque Brands, sagður í viðræðum um að kaupa þessar tískukeðjur af Kaupþingi á sextíu milljónir punda, eða því sem nemur 8,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Interpol er með handtökuskipun yfir honum vegna ásakana um að hann hafi verið viðloðinn því að leggja fram fölsuð skjöl í tengslum við deilu um fjármögnun sem nær aftur um 30 ár.
Talsmaður Khaitan segir í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.
Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út.
Um 5.000 manns starfa hjá þessum þremur tískukeðjum, en þær reka einnig um 750 verslanir.
Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Viðskipti erlent

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Viðskipti innlent

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla
Viðskipti innlent

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Viðskipti innlent

Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar
Viðskipti innlent

Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi
Viðskipti innlent

Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn
Viðskipti innlent

Skarphéðinn til Sagafilm
Viðskipti innlent