Aníta vann bronsverðlaun á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2017 16:06 Aníta Hinriksdóttir á fullri ferð í úrslitahlaupinu. Vísir/EPA Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu. Aníta kom í mark á 2:01,25 mínútum og varð rétt við Íslandsmetið sitt sem hún setti fyrir einum mánuði síðan. Svisslendingurinn Selina Büchel varð Evrópumeistari á svissnesku meti en hún kom í mark á 2:00,38 mínútum eða einu sekúndubroti á undan hinni bresku Shelayna Oskan-Clarke. Aníta byrjaði aftarlega en hljóp af skynsemi og passaði að lokast ekki inni. Hún var heppinn að hin sænska Lovisa Lindh datt ekki á hana en kom sér í framhaldinu upp í þriðja sætið þar sem hún hélt sér út hlaupið. Aníta ógnaði ekki þeim tveimur fyrstu sem hlupu báðar frábærlega. Aníta gerði sitt og tryggði sér sín fyrstu verðlaun á stórmóti fullorðinna. Þetta eru sjöttu verðlaun Íslendinga á EM innanhúss og þau fyrstu síðan að Vala Flosadóttir vann brons í stangarstökki á EM 1998. Ísland hafði ennfremur ekki unnið verðlaun á stórmóti í frjálsum síðan að Jón Arnar Magnússon varð annar í sjöþraut á HM innanhúss í Lissabon árið 2001.Aníta Hinriksdóttir.Vísir/EPAHér má sjá endasprettinn hjá Anítu:Brons hjá @annyhinriks á EM innanhúss í Belgrad. Innilega til hamingju. Hlaupið í heild má sjá hér: https://t.co/hAa3Pz6UZd #frjalsar pic.twitter.com/LbY6sWzeQB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 5, 2017 Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu. Aníta kom í mark á 2:01,25 mínútum og varð rétt við Íslandsmetið sitt sem hún setti fyrir einum mánuði síðan. Svisslendingurinn Selina Büchel varð Evrópumeistari á svissnesku meti en hún kom í mark á 2:00,38 mínútum eða einu sekúndubroti á undan hinni bresku Shelayna Oskan-Clarke. Aníta byrjaði aftarlega en hljóp af skynsemi og passaði að lokast ekki inni. Hún var heppinn að hin sænska Lovisa Lindh datt ekki á hana en kom sér í framhaldinu upp í þriðja sætið þar sem hún hélt sér út hlaupið. Aníta ógnaði ekki þeim tveimur fyrstu sem hlupu báðar frábærlega. Aníta gerði sitt og tryggði sér sín fyrstu verðlaun á stórmóti fullorðinna. Þetta eru sjöttu verðlaun Íslendinga á EM innanhúss og þau fyrstu síðan að Vala Flosadóttir vann brons í stangarstökki á EM 1998. Ísland hafði ennfremur ekki unnið verðlaun á stórmóti í frjálsum síðan að Jón Arnar Magnússon varð annar í sjöþraut á HM innanhúss í Lissabon árið 2001.Aníta Hinriksdóttir.Vísir/EPAHér má sjá endasprettinn hjá Anítu:Brons hjá @annyhinriks á EM innanhúss í Belgrad. Innilega til hamingju. Hlaupið í heild má sjá hér: https://t.co/hAa3Pz6UZd #frjalsar pic.twitter.com/LbY6sWzeQB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 5, 2017
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira