Enski boltinn

Sturluð stoðsending Gylfa, lætin á Old Trafford og allt hitt úr leikjunum í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn leikmaður hefur gefið jafn margar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Gylfi.
Enginn leikmaður hefur gefið jafn margar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Gylfi. vísir/getty
Það var mikið fjör í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alls voru 26 mörk skoruð í leikjunum sjö. Þau má sjá hér að neðan.

Liverpool lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með 3-1 sigri á Arsenal sem er komið niður í 5. sætið.

Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Bournemouth og gerði aðeins jafntefli. Zlatan Ibrahimovic klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik og var heppinn að fjúka ekki af velli undir lok þess fyrri.

Gylfi Þór Sigurðsson gaf sína tíundu stoðsendingu á tímabilinu þegar Swansea City vann 3-2 endurkomusigur á Burnley.

Stjóraskiptin hafa haft góð áhrif á Englandsmeistara Leicester City sem lögðu Hull City að velli, 3-1. Leicester hefur unnið báða leiki sína eftir að Claudio Ranieri var rekinn.

Manolo Gabbiadini heldur áfram að skora fyrir Southampton sem vann 3-4 sigur á Watford í miklum markaleik.

Crystal Palace komst upp úr fallsæti með 0-2 útisigri á West Brom og þá vann Stoke City Middlesbrough með sömu markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×