Gestirnir frá Liverpool komust yfir í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik. Dagný fékk gult þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en kláraði leikinn. Riko Ueki jafnaði metin fyrir West Ham þegar fimm mínútur lifðu leiks og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Önnur úrslit voru þau að Khadija Shaw skoraði eina mark Manchester City í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion, Grace Clinton skoraði eina markið í 1-0 útisigri Manchester United á Everton og Frida Leonhardsen-Maanum skoraði eina markið í 1-0 útisigri Arsenal á Leicester City.